Barnabær 2018

Barnabær 2018 verður haldinn dagana 29. maí – 01. júní 2018 í húsnæði skólans á Stokkseyri. Dagleg viðvera verður frá 08.15 – 13.15 alla dagana. Fyrstu þrjá dagana eru vinnudagar og síðan er BARNABÆJARDAGURINN föstudaginn 01. júní og opnar húsið kl. 09.30 og er opið til kl. 12.00. Þá geta allir komið, skoðað, verslað og notið dagsins með nemendum.
Enginn hafragrautur er þessa daga og eru nemendur beðnir um að koma með nesti. Allir fá hins vega hádegismat.
Skólabíllinn fer sinn hring eins og áður en fer fyrr heim þessa daga.
Gjaldmiðillinn BESÓAR fæst keyptur á Barnabæjardeginum og verður posi á staðnum.

Starfsmenn Barnabæjar 2018