Það voru glaðbeittir nemendur og starfsmenn Barnaskólans sem mættu til starfa hjá Barnabæ í morgun en upp er runnin skemmtilegasta vika ársins, Barnabæjarvikan! Nemendur hafa undirritað ráðningasamninga og eru á fullu við að vinna að uppskeruhátíðinni en á föstudaginn kemur, 3. júní, verður gestum og gangandi boðið á Barnabæjardaginn. Þar verður hægt að sjá að hverju hefur verið unnið í vikunni og samfélaginu boðið að taka þátt í því.
Skólarútan fer frá Eyrarbakka kl 7:55 alla morgna í vikunni. Skólahúsnæðið á Eyrarbakka verður opið frá kl. 7:30. Vinnudegi nemenda lýkur kl. 13:15 og fer skólarútan þá á Eyrarbakka.
Gleðilega Barnabæjarviku!
Starfsfólk BES