Barnaskólinn í Pýrenafjöllunum

Tíu nemendur úr Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri eru um þessar mundir í skólaheimsókn á Spáni, eða nánar tiltekið í Huesca sem er í norðurhluta Aragóns héraðs sem liggur upp við Pýrenafjöllin. Barnaskólinn er í samstarfsverkefni með þremur öðrum skólum frá Spáni, Þýskalandi og Grikklandi. Verkefnið kallast  European Cultural Heritage, meeting to build our future og er styrkt af Erasmus+.

Skólinn hefur verið að vinna að skemmtilegum verkefnum tengdum menningu Spánar í vetur og þá sérstaklega lagt áherslu á  norður-Spán. Nú fá þessir tíu fræknu nemendur tækifæri til þess að upplifa þessa menningu á Spáni. Nemendurnir gista í heimahúsum hjá spænskum fjölskyldum og er þetta því mikil upplifun fyrir þau.

Fyrsti dagurinn fór í að heimsækja og skoða skólann CRA Rio Aragon,  kynnast nemendum hinna skólanna og að  ganga um  jaðar Pýrenafjalla. Það er margt framundan hjá þeim næstu daga, munu þau meðal annars ganga hluta úr St. Jakobstígnum, æfa og sýna spænska þjóðdansa og heimsækja þjóðgarðinn Ordesa.

Krakkarnir koma heim aftur eftir vikudvöl laugardaginn 30. maí og verða reynslunni ríkari.

 

Ten students from Eyrarbakki and Stokkseyri Elementary School have been for few days participating in Erasmus+ project with schools from Spain, Crete and Germany. The project takes place in Huesca wich is in nortern Spain, close to the Pyrenees in the province of Aragon. The project goes by the name of European Cultural Heritage, meeting to build our future and is funded me the European Uninons Erasmus+ program. Students in BES (Barnskólinn á Eyrarbakki and Stokkseyri) have been studying northern Spain over the last weeks and our students have been looing forward meeting schoolchildren from other countries.