Barnaskólinn útvegar nemendum sundgleraugu

Á dögunum keypti Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri 20 sundgleraugu til notkunar fyrir nemendur í skólasundi. Ekki er vaninn að skólar útvegi slíkan búnað fyrir nemendur en við viljum gera betur og aðstoða með þessum hætti nemendur við að ná árangri í sundi. Gleraugun eru í BES-bláum lit og vöktu mikla lukku í vikunni. Við óskum þess að nemendur gangi vel um nýju gleraugun svo þau endist sem best og nýtist sem flestum.

Berglind Elíasdóttir

Íþrótta- og sundkennari BES