Breytingar á skólahaldi 7. – 11. október

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Miðvikudaginn 9. október munu kennarar í Árborg hittast í skólaþróunarverkefni Árborgar kl. 13:00. Þetta þýðir að skólastarfi lýkur kl. 12:05 þennan dag og verður nemendum ekið heim að hádegisverði loknum eða kl. 12:35.

Hið árlega haustþing kennara verður haldið á Selfossi föstudaginn 11. október.  Vegna þessa fellur kennsla niður þann dag.

Frístundin Stjörnusteinar verður lokuð vegna starfsdags föstudaginn 11. október

 Skólastjóri