Á degi íslenskrar tungu brugðu nemendur í 7. bekk sér í heimsókn í leikskólana á Eyrarbakka og stokkseyri og lásu fyrir börn og starfsfólk. Í lok skóladags söfnuðust nemendur og starfsfólk saman í hátíðarsal skólans og sungu saman gömul og ný íslensk lög.
