Elsta jólatré landsins skreytt af 10. bekk

Þann 1. desember síðastliðinn þáðu nemendur 10. bekkjar boð frá Byggðarsafni Árnesinga um að skreyta elsta jólatré landsins í Húsinu á Eyrarbakka. Tréð, sem er spýtutré, er frá árinu 1873 er úr uppsveitum Árnessýslu. Byggðarsafnið eignaðist tréð árið 1955 og hefur það verið hluti af jólasýningu Hússins síðustu áratugi. Nemendur skreyttu tréð undir styrkri leiðsögn Lindu Ásdísardóttur safnvarðar, sem bauð upp á jólatónlist af hljómplötum, malt og og appelsín og jólasmákökur í leiðinni. Dásamleg stund í húsinu.