Ensk ljóð flutt á Sólvöllum

Nemendur í 9. og 10. bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri  fóru fimmtudaginn 11. október í heimsókn á dvalaheimilið Sólvelli á Eyrarbakka. Tilgangurinn með heimsókninni var að lesa ljóð á ensku og útskýra stuttlega innihald ljóðanna á íslensku. Þarna fengu nemendur þjálfun í framburði og túlkun og einnig í flutningi á ensku. Viðtökurnar voru góðar og að lestri loknum fengu nemendur kex, mjólk og djús.