Nemendur í Barnaskólanum fóru á baráttudegi gegn einelti og dreifðu hamingjukrukkum á hina ýmsa staði á Eyrarbakka og Stokkseyri. Hafdís á skólabókasafninu ákvað að fá nemendur í 3. bekk í lið með sér og halda áfram að dreifa fallegum skilaboðum út til þorpsbúa með því að skrifa þau á minnismiða og setja inn í nýjar bækur. Hefur þetta vakið mikla lukku hjá lánþegum Bókasafns Árborgar, Stokkseyri.