Ferð á úrslit Skólahreysti

Á morgun, miðvikudaginn 26. apríl, keppir BES í úrslitum Skólahreysti í Laugardalshöll. Við ætlum að styðja liðið okkar í keppni gegn 11 bestu skólunum á landinu og höldum við á rútum til Reykjavíkur klædd bleikum litum og syngjandi hvatningasöngva. Rúta leggur af stað frá Stokkseyri kl. 17:30 og fer í skólann á Eyrarbakka þar sem skólinn opnar fyrir andlitsmálun kl. 17:30. Lagt verður af stað frá Eyrarbakka kl. 18:15. Keppnin stendur yfir til kl. 21:45 og verður í beinni útsendingu á RÚV. Rútuferðin er skipulögð af félagsmiðstöðinni Zelsíuz og kostar hún kr. 1500. Áætluð heimkoma er kl. 22:45 um kvöldið. Greiðsla fyrir rútuna er innheims á skrirfstofu skólans á Eyrarbakka.