Flottir fimleikastrákar úr BES

Á dögunum fór fram Íslandsmót í stökkfimi í Egilshöll.  Fimleikadeild Ungmennafélags Stokkseyrar vann þar gullverðlaun í flokki karla yngri en strákarnir eru allir í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Á meðfylgjandi mynd má sjá strákana ásamt þjálfara sínum, Ásdísi Maríu Magnúsdóttur. Óskum við þeim til hamingju með þennan flotta árangur.