Á dögunum fór Nýsköpunarkeppni grunnskólanna fram í Háskóla Reykjavíkur. Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri átti sinn fulltrúa á keppninni en Sindri Immanúel Ragnarsson fékk þriðju verðlaun fyrir hugmynd sína: „Rafknúinn hurðalokari“, ætlaður fyrir hænsnahús. Sannarlega glæsilegur árangur hjá hinum hugmyndaríka Sindra í 7. bekk.
