Undanfarnar vikur hafa börnin í 4. bekk BES unnið mikla og góða vinnu í samfélagsfræði. Við höfum fræðst um landnám Íslands, aðallega í gegnum bókina Komdu og skoðaðu landnámið en einnig höfum við skoðað gömlu bókina Landnám Íslands og nýju bókina Víkingaöld – árin 800-1050. Unnið var eftir hugmyndafræði Söguaðferðarinnar, sem gerir efnið mjög lifandi og áhugavekjandi fyrir nemendur. Einnig er viðfangsefnið er samþætt öðrum námsgreinum, eflir samvinnu og hópanda. Nemendum var skipt í fjölskyldur landnámsmanna og unnu þeir með sinni fjölskyldu allan tímann.
Nemendur 4. bekkjar fengu foreldra sína á litla sýningu þann 6. des. þar sem börnin fengu tækifæri til að sýna þekkingu sína á efninu og í leiðinni að sjálfsögðu að sýna mömmu og pabba afrakstur vinnunnar.