Miðvikudaginn 2. október tóku nemendur í 9. bekk þátt í Forvarnardegi Árborgar. Nemendum úr grunnskólum Árborgar var skipt í hópa og fengu kynningar á ýmsu tengdu forvörnum, heilsu og lífsstíl. Viðburðurinn var fræðandi og skemmtilegur, og nemendur okkar tóku virkan þátt.
