Forvarnardagur Árborgar 2025

Miðvikudaginn 8. október tóku nemendur í 9. bekk BES þátt í Forvarnardeginum sem haldinn er árlega að frumkvæði forseta Íslands. Markmið dagsins er að vekja athygli á mikilvægum þáttum í forvarnarstarfi sem snúa að ungu fólki og fræða þau um hvernig þau geta hugað að eigin vellíðan.

Nemendur fengu kynningu á ýmsu sem tengist forvörnum, heilsu og lífsstíl. Þeir ræddu meðal annars um mikilvægi samveru með fjölskyldu, skipulagt íþrótta- og tómstundastarf og að leyfa heilanum að þroskast í rólegu umhverfi.

Forvarnardagurinn minnir okkur á að góðar venjur og heilbrigður lífsstíll eru mikilvægur þáttur í vellíðan ungs fólks og að forvarnir eru verkefni sem við berum öll sameiginlega ábyrgð á.