Frábær Skólavaka á unglingastigi

Þriðjudaginn 6. október fór fram Skólavaka unglingastigs BES. Þar var starfsemi skólans kynnt, Mentor fékk kynningu og einnig var ný skólasýn í stærðfræðikennslu kynnt. Magnús J. Magnússon, skólastjóri BES, tók við styrk frá Kvenfélagi Eyrarbakka upp á kr. 250.000 en styrkurinn rennur óskiptur í verkefnið Innleiðing Lestararmenningar á unglingastig Barnaskólans á  Eyrarbakka og Stokkseyri. Nýtt nafn á lestarver var kynnt en lestrarverið hlaut nafnið Bakkakot, Davíð Ævarr úr 9. bekk átti hugmyndina að því nafni. Nemendur og foreldrar úr 10. elduðu svo gómsæta súpu sem seld var í fjáröflunarskyni fyrir útskriftarferðina vor 2016. Til hamingju með frábæra Skólavöku Besarar!!