Sveitarfélagið Árborg hefur samið við Guðmund Tyrfingsson ehf. um fristundaakstur fyrir grunnskólabörn í sveitarfélaginu haustið 2018. Um er að ræða tilraunaverkefni sem felur í sér tvær akstursleiðir sem ganga frá kl. 13:00 – 15:30 alla virka daga. Leið 1 gengur innan Selfoss milli grunnskóla, íþróttamannvirkja og tónlistarskóla Árnesinga og síðan leið 2 sem gengur frá Eyrarbakka og Stokkseyri um Tjarnarbyggð og framhjá íþróttamannvirkjum og tónlistarskóla Árnesinga á Selfossi.
Tímatafla fyrir báðar leiðir eru komnar á netið undir þennan link „Frístundaakstur“