Foreldrafélag Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri hefur enn á ný glatt nemendur með skemmtilegri gjöf. En að þessu sinni færði það yngrastiginu úrval af spilum sem nýtast bæði í námi og leik!
Kennarar, starfsmenn og nemendur tóku gjöfinni fagnandi og eru afar ánægðir með þessa viðbót við skólastarfið. Spilin munu án efa koma að góðum notum í kennslu og leik. Ekki er langt síðan foreldrafélagið færði unglingastiginu spil, og það er ómetanlegt að fá svona gjafir sem styðja við skapandi og fjölbreytt nám.
Við sendum foreldrafélaginu okkar innilegustu þakkir fyrir þessa rausnarlegu gjafir!
