Glæsileg árshátíð yngra stigs!

Nú í morgun fór fram árshátíð yngra stigs og var hún sannarlega stórglæsileg. Nemendur 6. bekkjar fóru á kostum í leikrænum kynningum og hver bekkurinn átti frábæra stund á sviðinu í dag. Húsfyllir var á árshátíðinni og góð stemning eins og vera ber. Nemendur 10. bekkjar og foreldrar þeirra stóðu svo að dásamlegri kaffisölu sem hluti af fjáröflun vegna fyrirhugaðrar vorferðar. Til hamingju með daginn BES!