Glæsileg skólabyrjun

Þá er þesssari fyrstu skólaviku skólaársins 2015-2016 að ljúka hjá okkur í BES. Það er óhætt að segja að starfið fari af stað með glæsibrag, stjórnendur, kennarar og annað starfsfólk eru hæst ánægð með öflugt og glaðbeitt viðhorf nemenda sem koma vel undan sumri. Á Stokkseyri er líf í tuskunum og á Eyrabakka hafa nemendur stundað óhefðbundið skólastarf í vikunni þar sem þeir fóru í gagnum hópefli, kynningu á námstækni og félagsmálum ásamt því að undirbúa nýtt lestrarver sem verður tekið í gagnið á næstunni. Ekki hefur veðrið skemmt fyrir og nemendur og starfsfólk notið þess með mikilli og góðri útiveru í skólabyrjun. Gleðilegt skólaár 2015-2016!

Stjórnendur og starfsfólk