Þessi vika sem er að líða hefur verið með líflegra móti hjá okkur í Barnaskólanum. Öskudagur var haldin hátíðlegur eins og alltaf þar sem nemendur og kennarar mættu í búningum og slógu köttinn úr tunnunni. Nemendur skiptu sér svo á stöðvar og unnu að öskupokagerð, fengu andlitsmmáningu, perluðu og gerðu fleira skemmtilegt. Nemendur á unglingastigi kepptu svo um hver yrði fulltrúi þeirra í skólahreystikeppninni sem fram fer 20. mars n.k. Þar voru mikil tilþrif og gaman að sjá hversu öflugt íþróttafólk er í Barnaskólanum.
