Glímukynning í BES

Föstudaginn 30. mars síðastliðinn kom góður gestur í heimsókn til okkar á Stokkseyri og Eyrarbakka. Hann heitir Ólafur Oddur Sigurðsson og er formaður Glímusambands Íslands og margfaldur Íslandsmeistari í glímu. Ástæðan fyrir þessari skemmtilegu heimsókn var að kynna 5.-10. bekk íslensku glímuna. Ólafur fór yfir nokkur áhersluatriði og kenndi nemendum réttu tökin. Krakkarnir fengu aðeins að prófa að glíma og ekki er hægt að segja annað en þau hafi staðið sig mjög vel. Ólafur var mjög ánægður með krakkana og eftir þessa heimsókn hrósaði hann þeim sérstaklega fyrir að hafa gott úthald og að fylgjast vel með.