Skólavökur Barnaskólans fóru fram þriðjudagana 13. og 20. september. Góð mæting var á vökurnar og góð stemning myndaðist. Skólinn kynnti helstu áherslur vetrarins, Mentor, nýtt námsmat, heilsueflingu og fleira. Nemendur fluttu tónlist undir stjórn Kolbrúnar tónmenntakennara við góðar undirtektir viðstaddra.
