Góður árangur í eineltisvinnu við BES

Á dögunum birti vinnuhópur um Olweusaráætlunina í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri niðurstöður úr mælingum vetrarins á einelti í skólanum. Það gleður okkur að segja frá því að í fyrsta skipti mælist einelti í BES undir landsmeðaltali. Þó svo að markmiðið sé að útrýma einelti með öllu ber að hrósa fyrir það sem vel er gert og eiga allir starfsmenn, nemendur og nærsamfélag Barnaskólans hrós skilið fyrir öfluga vinnu sem leidd hefur verið áfram af gríðarlega faglegu Olweusarteymi. Teymið í ár er skipað þeim Ragnheiði Jónsdóttur hópstjóra, Hauki Gíslasyni og Valgeiri Inga Ólafssyni.

                Helstu niðurstöður könnunarinnar eru auk lægri tíðni eineltis þær að hunsun, meiðandi athugasemdir og einstaka líkamlegt ofbeldi eru algengustu tegundir eineltis. Einnig er rafrænt einelti nefnt. Einelti gerist einna helst í frímínútum,  á skólalóð, í skólarútu og  í íþróttaklefum. Nemendur upplifa meiri virkni kennara og annars starfsfólk í að taka á málum milli ára.

Glærukynningu um niðurstöðurnar má sjá hér:

Olweusarkönnun 2015-2016 – niðurstöður foreldra lok