Góður gestur

Miðvikudaginn 6. nóvember mætti Eyþór Ingi í skólann á Eyrarbakka og Stokkseyri og skemmti börnunum með söng sem þau tóku vel undir. Einnig gaf hann sér góðan tíma á eftir með þeim og flest fengu eiginhandaráritun.