Heimsókn frá Tékklandi

Á dögunum komu þrír kennarar frá Tékklandi í heimsókn í Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri. BES er Erasmus+ skóli sem þýðir m.a. að kennarar frá Erasmus+ skólum í Evrópu geta komið í heimsókn og skoðað skólastarfið okkar og kynnt sitt skólastarf hér. Þrír kennarar frá skóla í borginni Mariánské Lázně fengu að „skugga“ kennara í heila viku og hrifust mjög af skólastarfinu í BES. Þeir hrifust einnig af skólahúsnæðinu á Stokkseyri og fannst merkilegt að starfsmenn hafi fengið að koma að hugmyndafræði um hönnun hússins. Kennararnir kynntu svo Tékkland og starf síns skóla á kennarafundi.