Í byrjun árs 2013!

Skólastarf hófst að loknu jólafríi fimmtudaginn 3. janúar. Nemendur voru afslappaðir eftir gott jólafrí. Framundan er lota fram að annarskilum í kringum 20. febrúar. Margt skemmtilegt er framundan. Leikhópurinn Lopi er að æfa leikrit sem frumsýnt verður í lok febrúar. Í leikhópnum eru um 20 leikarar og um 6 manna tæknihópur. Hópurinn hefur verið við ýmsar æfingar á mánudags- og fimmtudagskvöldum og hefur gengið vel. Verkefni þetta er hluti af verkefninu Þjóðleikur en innan þess verkefnis eru 8 leikhópar á Suðurlandi sem allir eru við æfingar eða eru að hefja æfingar um þessar mundir. Hver hópur mun frumsýna í sinn heimabyggð en helgina 19. – 21. apríl mæta allir leikhóparnir á leiklistarhátíð sem verðu í Gónhól á Eyrarbakka. Verkefni þetta er í samvinnu við Þjóðleikhúsið og voru sérsamin þrjú leikverk fyrir hópana sem þeir gátu valið úr. Afar spennandi verkefni.