Íþrótta- og útivistardagar BES 3. – 5. júní 2019

Íþrótta- og útivistardagar Barnaskólans fara fram dagana 3. – 5. júní næstkomandi. Nemendur eiga að mæta í skólann 8:15 og verður morgunferðum skólabílsins hagað með sama hætti og áætln gerir ráð fyrir. Dagskráin verður svona:

Íþrótta- og útivistardagar BES 3. – 5. júní 2019

 

Yngsta stig (1. – 4. bekkur)

Mánudagur 3. júní – Íþróttadagur. Dagurinn skipulagður með iðkun íþróttagreina og útivist í huga.

Þriðjudagur 4. júní – Ferðadagur. Sveitaferð kl. 9:40-11:30.

Miðvikudagur 5. júní – Leikjadagur og sameiginlegt grill í hádeginu. Gömlu, góðu leikirnir með mið- og unglingastigi frá kl. 10-12.

Skóladegi lýkur kl. 13:15

 

Miðstig (5. og 6. bekkur)

Mánudagur 3. júní – Íþróttadagur. Dagurinn skipulagður með iðkun íþróttagreina og útivist í huga.

Þriðjudagur 4. júní – Fjöruferð. Kajak.

Miðvikudagur 5. júní– Leikjadagur og sameiginlegt grill í hádeginu. Gömlu, góðu leikirnir með unglingastigi frá kl. 10-12.

Skóladegi lýkur kl. 13:15

 

Unglingastig (7. – 9. bekkur)

Mánudagur 3. júní – Íþróttadagur. Dagurinn skipulagður með iðkun íþróttagreina og útivist í huga. Járnkrakkarnir.

Þriðjudagur 4. júní – Ferðadagur. Gönguferð og sund við Hveragerði. Frá Sogni að Laugarskarði. Mæting 8:15, brottför 8:30. Heimkoma 13:00.

Miðvikudagur 5. júní – Kajak á Stokkseyri 8:15 – 9:30. Leikjadagur og sameiginlegt grill í hádeginu. Gömlu, góðu leikirnir með yngra- og miðstigi frá kl. 10-12.

Skóladegi lýkur kl. 12:45

 

Starfsmenn Barnsakólans á Eyarbakka og Stokkseyri