Jól í skókassa miðvikudaginn 4. nóvember

Jól í skókassa í BES á Stokkseyri eru í dag, miðvikudaginn 4. nóvember kl. 17:00-18:30. Bæklingur um verkefnið fór í skólatöskur fyrir helgi og
gaman væri að sjá sem flestar fjölskyldur sem tengjast skólanum taka þátt í þessu verkefni.

Munið að hafa með ykkur
– tóman skókassa
– skæri og límstift
– tannbursta og tannkrem
– það sem þið viljið setja í kassann – Ákveðið hvort gjöfin sé ætluð fyrir strák eða stelpu og fyrir hvaða aldur: (3-6), (7-10), (11-14) eða (15-18).

Foreldrafélagið skaffar jólapappír til að pakka skókössum inn og leggur til eitthvað nammi.

GJAFIR Í SKÓKASSANA

Í kassann skal setja a.m.k. einn hlut úr hverjum eftirtalinna flokka:

Leikföng, t.d. litla bíla, bolta, dúkku, bangsa eða jó-jó. Athugið að láta auka rafhlöður fylgja rafknúnum leikföngum.
Skóladót, t.d. penna, blýanta, yddara, strokleður, skrifbækur, liti, litabækur eða vasareikni.
Hreinlætisvörur. Óskað er eftir því að allir láti tannbursta og tannkrem í kassann sinn. Einnig má setja sápustykki, greiðu, þvottapoka eða hárskraut.
Sælgæti, t.d. sleikjó, brjóstsykur, pez, tyggjó eða karamellur.
Föt, t.d. húfu, vettlinga, sokka, trefil, bol eða peysu.

HVAÐ MÁ EKKI FARA Í SKÓKASSANA?

Mikið notaðir eða illa farnir hlutir.
Matvara.
Stríðsdót, t.d. leikfangabyssur, leikfangahermenn eða hnífar.
Vökvar, t.d. sjampó, krem eða sápukúlur.
Lyf, t.d. vítamín, hálsbrjóstsykur eða smyrsl.
Brothættir hlutir, t.d. speglar eða postulínsdúkkur.
Spilastokkar. Þar sem spilastokkar eru tengdir fjárhættuspilum í Úkraínu, óskum við eftir að þeir séu ekki gefnir í skókassana.

Munið að þetta verður jólagjöf handa barni sem er að öllu jöfnu ekki á aðra gjöf.

Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á http://kfum.is/skokassar/

Sjáumst hress á morgun. Kaffi verður á könnunni og við bjóðum upp á saft og piparkökur til að koma okkur í jólaskap.
Með kveðu,
Foreldrafélag BES