Þriðjudaginn 6. desember vígðu nemendur og starfsfólk Barnaskólans á Eyrabakka og Stokkseyri jólaglugga Árborgar. Yngra stig skólans heimsótti það eldra á Eyrarbakka og tók þátt í gleðinni með eldri nemendum. Kátt var á hjalla, jólalög sungin og mikið fagnað þegar gluggi BES var afhjúpaður. Það voru nemendurnir Kristrún, Linda, Agnes, Andrea, Ingunn, og Eydís sem áttu heiður af hönnun og uppsetningu gluggans með aðstoð Ragnars smíðakennara.