Jólin koma – jólaböll

Skólahúsnæði BES hefur tekið stakkaskiptum undanfarna daga en nemendur og starfsmenn hafa skreytt skólana síðustu daga og þannig lagt sitt af mörkum í því verki að lýsa upp heiminn hér á norðurhjaranum. Nemendur og starfsfólk létta sér biðina til jóla með samsöng en jólalögin eru sungin nokkra morgna fram að jólum. Jólaböll fara svo fram 10. og 11. desember . Þau eru í umsjón nemendafélagsins. Dagskráin er sem hér segir:

 

 

Miðvikudagur 10. desember

17:30 – 19:30 Jólaball miðstigs (4.- 6. bekkur). Miðaverð kr. 500, pizzasneið kr. 300. Rúta frá Eyrarbakka 17:20 og 20:00 til baka.

19:30 – 22:00 Jólaball unglingastigs (7. – 10. bekkur). Miðaverð kr. 500, pizzasneið kr. 300. Rúta frá Eyrarbakka kl. 19:20 og 22:15 til baka.

Fimmtudagur 11. desember

15:15 – 16:30  Jólaball yngsta stigs (1. – 3. bekkur). Enginn aðgangseyrir. Foreldrar velkomnir. Rúta frá Eyrarbakka kl. 15:00 og 16:30 til baka.

Stjórnendur