Kóræfingar unglingakórs

Stofnaður hefur verið unglingakór Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri og er það í fyrsta sinn í mörg ár sem það er gert. Stjórnandi kórsins verður Kolbrún Hulda Tryggvadóttir og munu æfingar fara fram í tónmenntastofu skólans á Stokkseyri á mánudögum kl. 14:30-15:10. Ýmislegt verður brallaði í vetur, kórferðalög, tónleikar og ýmislegt er á dagskránni. Nánari uppýsingar gefur Kolbrún kórstjóri.