Kötturinn sleginn út tunnunni í BES

Í dag öskudag var glatt á hjalla hjá nemendum og starfsfólki Barnaskólans enda tilefni ærið, Öskudagur sjálfur runninn upp. Auk þess að slá köttinn úr tunnunni skemmtu nemendur og starfsfólk skólans sér í allskyns stöðvavinnu þar sem hægt var að föndra, sauma hefðbundna öskupoka, dansa, spila, fara í snúsnú og marg skemmtilegt. Ýmsar furðuverur voru á ferli, t.a.m Bakkabræður, Jack Sparrow, Sith og hinar og þessar fígúrur.