Nemendur í vísindavali hafa nú síðastliðnar tvær viku unnið að undirbúningi krufningar með því að þýða ensk hugtök á líffærakerfi yfir á íslensku. Þau hafa skipst á að fletta upp í orðabókum og notað til þess samvinnurýmið í bókastofunni á Eyrarbakka. Föstudaginn 27. nóvember fengu nemendur síðan að kryfja mýs sem voru fengnar frá tilraunastofu HÍ að Keldum. Nemendur höfðu fengið góðan undirbúning, bæði með því að skoða myndir og einnig með æfingum þar sem nemendum var sýnt með „leiklist“ hvernig best er að bera sig að. Nemendur vönduðu sig og unnu skipulega að krufningunni, þau eiga hrós skilið fyrir.
Halldóra Björk, kennari