Á skólasetningu Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri 22. ágúst s.l. afhenti Hulda Ósk Guðmundsdóttir, gjaldkeri kvenfélags Stokkseyrar, Barnaskólanum fjóra I-Pad að gjöf að verðmæti 250 þúsund króna. Kvenfélagið hefur veg og vanda af sölu hátíðarkaffis á sjómannadag ár hvert og að þessu sinni var ágóðinn af kaffisölunni notaður í þessa höfðinglegu gjöf. Snjallspjöld eins og I-Pad nýtast einstaklega vel í kennslu, sérstaklega á yngri stigum og í stuðningskennslu. Stjórnendur og starfsfólk BES kunna Kvenfélagi Stokkseyri bestu þakkir fyrir gjöfina. Á meðfylgjandi mynd má sjá Magnús J. Magnússon, skólastjóra BES og Huldu Ósk Guðmundsdóttur, gjaldkera Kvenfélags Stokkseyrar.