Kynfræðsla fyrir nemendur á unglingastigi

Mánudaginn 21. janúar nk. mun hún Sigga Dögg kynfræðingur koma með kynfræðslu inn í skólann fyrir nemendur í 8. – 10. bekk skólans. Boðið er upp á þessa fræðslu í öllum Skólum Árborgar og foreldrum jafnframt boðið að koma á kynningu í kjölfarið. 

Fyrirlesturinn fyrir foreldra barna í Barnaskóla Eyrarbakka og Stokkseyrar  er mánudaginn 21. janúar kl. 17.15 – 18.30 í húsnæði skólans á Eyrarbakka. Við hvetjum alla til að mæta og bendum á heimasíðu Siggu Daggar,  http://www.siggadogg.is/ fyrir þá sem vilja kynna sér störf hennar betur.

 Ekki missa af þessu einstaka tækifæri!