Kynning frá Tónlistarskóla Árnesinga í 2. bekk

Nemendur í 2. bekk fengu heimsókn frá Tónlistarskóla Árnesinga á miðvikudaginn í síðustu viku. Það fengu þau kynningu á píanói, bassa, rafmagnsgítar og trommum. Þetta vakti mikla gleði hjá krökkunum og þá sérstaklega að fá að prófa herlegheitin. Við þökkum Tónlistarskólanum fyrir komuna og vonum að tónelskir snillingar úr 2. bekk skili sér í tónlistarnám.