Þriðjudag og miðvikudag í þessari viku verður óhefðbundið nám stundað á unglingastigi á Eyrabakka. Það þýðir að nemendum verður skipt í hópa, þvert á bekki og árganga frá því kl. 8:15 á morgnana til kl. 12:30. Þeir munu þar sitja fræðslu um forvarnir, félagsmál, námstækni, reglur og skyldur ásamt því að stunda hópefli. Engin þörf er á skólatöskum þessa daga, kennsla hefst samkvæmt stundarskrám fimmtudaginn 25. ágúst.
