Leikhópurinn LOPI – næstu sýningar

Leikhópurin Lopi frumsýndi leikritið, Þú ert í blóma lífsins, fíflið þitt á Stokkseyri sunndagskvöldið 22. nóvember. Það eru unglingar Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri sem skipa Leikhópinn Lopa og hafa æfingar staðið yfir undanfarnar vikur undir stjórn leikstjórans Magnúsar J. Magnússonar. 25 unglingar taka þátt í sýningunni og hefst sýningin kl. 20.00. Uppselt er á frumsýningu en næstu sýningar eru mánudag og miðvikudag kl. 20.00. Miðaverð er 1500 kr. en 500kr. fyrir nemendur á leik- og grunnskólaaldri. Hvetju ala velunnara Leikhópsins að koma og njóta sýningarinnar. Miðasala og pantanir eru frá 19.00 sýningardagana. Pöntunarsími er 859 2444. Sýningar eru í skólanum á Stokkseyri.