Í dag fór fram undankeppni Barnaskólans fyrir Stóru upplestrarkepnina sem fram fer í Hveragerði þann 27. mars næstkomandi. Nemendur 7. bekkjar hafa stundað stífar æfingar fyrir keppnina og þau stóðu sig sannarlega með prýði í dag. Undankeppnin fór fram á Stokkseyri, foreldrar nemendanna og nemendur 6. bekkjar voru sérstakir gestir. Eftir glæsilegan upplestur skáldsögu og ljóða komst dómnefnd að þeirri niðurstöðu að lið Barnaskólans skipa þær Klaudia Joanna Figlarska, Thelma Eir Ólafsdóttir og Sara Ragnhildur Sævarsdóttir. Varmenn eru Jóhanna Elín Halldórsdóttir og Viktoría Valný Sturludóttir. Á myndinni má sjá liðið ásamt Rögnu umsjónarkennara, Magnúsi skólastjóra og þeim Höllu, Vigdísi og Ósk stuðningsfulltrúum sem tóku allar þátt í undirbúningi keppninnar. Til hamingju með frábæran dag 7. bekkur.