Á mánudag fengu nemendur Barnaskólans heimsókn frá þremur frábærum tónlistarmönnum. Þeir Ásgeir Ásgeirsson, Haukur Gröndal og Kristofer Rodrigues Svönuson heimsóttu skólann og sögðu frá heimsláfunni Suður Ameríku í tali og tónum undi hatt verkefnisins „list fyrir alla“. Virkilega skemmtilegir tónleikar í bland við fræðslu sem nemendur og starfsfólk kunnu sannarlega að meta.
