Litla upplestrarhátíðin í 4. bekk

Í morgun var Litla upplestrarhátíðin í 4. bekk haldin. Nemendur bekkjarins voru búnir að æfa sig undir dyggri handleiðslu Gunnars Geirs umsjónarkennara og fleiri og stóðu sig alveg rosalega vel. Æfingin skapar meistarann og það sannaðist heldur betur.
Nemendur buðu foreldrum sínum á hátíðina og gaman var að sjá hversu margir gáfu sér tíma til að koma og sjá börnin lesa. Allir fengu svo kaffi, safa og kleinur í lok hátíðar.