Þriðjudaginn 24. apríl var lokahátíð í litlu upplestrarkeppninni í 4. bekk í BES. Þar stigu nemendur á svið og lásu ýmis verk auk þess sem þeir fluttu tónlist milli atriða. Frammistaða nemenda og framkoma var til fyrirmyndar og það verður virkilega gaman að fylgjast með þeim í stóru upplestrarkeppninni þegar þau koma í 7. bekk.