Fimmtudaginn 20. desember verða Litlu jól Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri haldin í húsnæði skólans á Stokkseyri. Skólinn hefst kl. 8:15 þennan dag en þá verða svokölluð stofujól í þar sem nemendur eiga hátíðlega og ljúfa stund með umjónarkennara. Þar gefst nemendum færi á að snæða sparinesti og pakkaleikir eiga sér stað. Sparinesti inniber ekki sælgæti eða sykraða gosdrykki.
Klukkan 9:45 fara nemendur unglingastigs svo frá Eyarbakka yfir á Stokkseyri þar sem Litlu jólin fara fram. Nemendur fara í jólaleyfi kl. 11:30 en þá keyrir skólabíllinn nemendur heim. Kennsla að loknu jólaleyfi hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 4. janúar 2019.
Stjórnendur og starfsfólk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri óska nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.