Maritafræðsla í BES 3. maí

Forvarnarnefnd Árborgar býður nemendum 9. og 10. bekkjar upp á  forvarnarverkefnið Marita á þriðjudaginn 3. maí í skólanum. Verkefnið er fræðsluverkefni þar sem skaðsemi kannabis og annarra vímugjafa er rædd við nemendur. Um kvöldið er foreldrum boðið upp á fræðslu í húsnæði skólans á Eyrarbakka kl. 19:30-21:00. Þar sem um mjög stuttan fyrirvara er að ræða er foreldrum einnig boðið að sækja fyrirlestur í Sunnulækjarskóla á þriðjudaginn 10. maí kl. 19:30-21:00.

 

Stjórnendur