Hafdís Sigurjónsdóttir bókavörður skólabókasafnsins var að birta mjög áhugaverðar tölur varðandi útlán bóka til nemenda 1. – 6. bekkja af skólabókasafninu. Árið 2016 tóku nemendur alls 3428 bók til lengri og skemmri útlána sem þýðir að hver nemandi tók tæplega 47 bækur á árinu að meðaltali. Þetta eru frábærar tölur og gríðarlega flott starf sem unnið er á skólabókasafninu.
