Námsmat og annaskil

Kæru foreldrar og forráðamenn Í þessari viku fer fram námsmat fyrir haustönnina. Hjá 7. – 10. bekk verða þrír formlegir prófadagar, miðvikudaginn 7. nóv., fimmtudaginn 8. nóv. og föstudaginn 9. nóv. og verða tvö próf á dag samkvæmt prófatöflu. Nemendur mæta í skólann á venjulegum tíma þessa daga og fara heim að prófum loknum. Kennsla samkvæmt stundaskrá fellur niður á prófdögunum.

Á Stokkseyri stendur núna yfir námsmatsvika í 1. – 6. bekk og fer námsmat fram eftir skipulagi kennara. Stundarskrár breytast ekki vegna þessa.

 Starfsdagur kennara er mánudaginn 12. nóvember og þá er frí hjá nemendum. Viðtalsdagur er þriðjudaginn 13. nóvember og fara viðtöl fram á Stokkseyri.  Foreldrar fá úthlutað viðtalstíma með börnum sínum.

Skólavistin er opin frá 07.45 þessa daga og eru forráðamenn beðnir um að láta skólavistina vita ef menn ætla sér að nýta sér þessa þjónustu. Símar eru 480 3218 / 861 3691