Náttúruskólinn BES

Ein af framtíðarsýnum skólastarfs við ströndina er að hér verði landsins gæði og aðstæður nýttar enn frekar til náms en tíðkast hefur. Þess vegna starfar fagteymi við skólan sem undirbýr og eflir þessa hugsjón, með það markmiði að hér verði náttúrufræði og vísindi öflugur hluti skólastarfs í framtíðinni. Engu að síður er unnið mikið og gott starf í náttúrufræðikennslu við BES nú þegar og er fjaran ein allra besta útikennslustofa sem hægt er að hugsa sér, eins og sést á meðfylgjandi mynd.