Nemenda- og foreldraviðtöl 6. nóvember

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Foreldra- nemendaviðtöl fara fram þriðjudaginn 6. nóvember n.k. í húsnæði skólans á Stokkseyri. Markmiðið með viðtölunum er að ræða líðan og stöðu nemenda í skólanum. Umsjónarkennarar senda út rafræna sjálfsmatskönnun sem við viljum biðja forráðamenn að svara með sínum börnum.

Opnað verður fyrir skráningu í foreldraviðtölin á mentor.is kl. 10:00 þriðjudaginn 30. október og viljum við biðja foreldra sem eiga fleiri en eitt barn að skrá sig fyrst. Skráning fyrir systkyni verður opin í Mentor fram á fimmtudag en þá opnast skráning fyrir aðra. Viðtalstímar hefjast kl. 8:15 þriðjudagsmorguninn og taka viðtölin 20 mínútur. Ef foreldrar/forráðamenn hafa ekki tök á að funda með umsjónarkennurum barna sinna þann dag óskum við eftir því að viðkomandi hafi samband við umsjónarkennara og finni annan fundartíma.

Við hlökkum til að sjá ykkur í næstu viku,
starfsfólk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri