Öflugt kórastarf í vetur

Tveir kórar munu starfa á yngra stigi BES í vetur ásamt því að verið er að stofna unglingakór BES. Í kórnum verða nemendur í 7.-10.bekk, þátttaka í kór er val. Skráning í unglingakór fer fram hjá Unni ritara en hjá Gúddý á Stokkseyri. Yngri kórarnir munu æfa á skólatíma á Stokkseyri en verið er að miða við að æfingar unglingakórs verði á mánudögum 14:30-15:10 á Stokkseyri.  Það gæti breyst en vonandi gengur það upp. Margt spennandi er á döfinni fyrir og eftir áramót:

 

 • Þann 23. október mun kórinn koma fram á súputónleikum í skólanum.
 • Í nóvember er stefnt að æfingabúðum þar sem kórinn æfir og gistir í skólanum.
 • Í byrjun aðventu syngur kórinn nokkur lög á Aðventukvöldum í kirkjunum á Stokkseyri og Eyrarbakka.
 • Í desember mun kórinn syngja fyrir heimilisfólk á Kumbaravogi og Sólvöllum.
 • Í desember verða haldnir Jólatónleikar kórs Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkeyri.
 • Fjáröflun er á planinu vegna vorferða.

Eftir áramót:

 • Kórhittingur er á planinu en ekki er komin dagsetning ennþá, þá heimsækir okkur einn eða fleiri kórar og við gerum eitthvað skemmtilegt með þeim.
 • Kórinn syngur vorlög fyrir heimilisfólk á Kumbaravogi og Sólvöllum.
 • Vortónleikar í mars-apríl.
 • Eldri kór og unglingakór fara á Landsmót barnakóra í apríl-maí (ekki alveg komin föst dagsetning)
 • Æfingabúðir með svipuðu sniði og fyrir áramót.
 • Stefnt er að því að komast á Norbusang með elstu kórfélaga (5.bekk og eldri) og unglingakór ef við fáum pláss á mótinu sem verður í Noregi 26-28.maí 2017.
 • Kórinn syngur á skólaslitum.

Fleira skemmtilegt gæti komið upp sem ekki er komið á blað.

 

Með von um góða þáttöku,

Kolbrún Hulda Tryggvadóttir